top of page

 

Við hjá Áhugahvöt sf. bjóðum upp á styttri kynningar á Áhugahvetjandi samtali, sem og lengri grunnnámskeið og framhaldssnámskeið.

 

Dæmi um útfærslu á grunnnámskeiði:

Á námskeiðinu er aðferðafræði kynnt sem nýtist til að aðstoða fólk við að breyta lifnaðarháttum sínum. Námskeiðið samanstendur af fræðilegri yfirferð með áherslu á verklegar æfingar. Farið verður yfir helstu þætti áhugahvetjandi samtals og fólki gefið tækifæri að æfa þær undir handleiðslu kennara.

 

Námskeið er skipt niður yfir tíma. Farið yfir fræðilegan bakgrunn, grunnhugmyndir og lögð er áhersla á gagnvirkar æfingar. Handleiðsla ásamt greiningu á samtölum og greiningarkerfið MITI  mun tryggja á gæði í framkvæmdinni og að aðferðin sé notuð rétt.

 

Þátttakendur skila inn mislöngum samtalsbútum (á starfrænuformi) til greiningar á meðan á námskeiðinu stendur og fá í lokin afhent viðurkenningarskjal fyrir þátttöku og verkefnaskil.

 

Dæmi um tímaáætlun:  Tveir samliggjandi dagar (samtals 16 klst.) þar sem farið er yfir grunninn, ásamt æfingum, verkefnavinnu, endurgjöf á upptökum og handleiðslu. Hálfur dagur 2-3 vikum síðar, aftur með endurgjöf á upptökum og hagnýtri umræðu, m.a. um innleiðingu Áhugahvetjandi samtals.

 

Hafa samband til að skoða heppilega valkosti fyrir þig.

bottom of page